Jafnlaunastefna Hótels Ísafjarðar


   Hótel Ísafjörður vill gæta fyllsta jafnréttis við ákvörðun launa og starfskjara. Til að framfylgja því hefur fyrirtækið skuldbundið sig til að innleiða, skjalfesta og viðhalda jafnlaunakerfi sem byggir á jafnlaunastaðlinum ÍST 85:2012.
   Í samræmmi við það skuldbindur Hótel Ísafjörður sig til að:


· Skilgreina verklag og viðmið við ákvörðun launa þar sem hver og einn fær greitt fyrir starf sitt út frá verðmæti þess óháð kyni, kynvitund, þjóðerni eða öðrum ómálefnalegum ástæðum.

· Verðmæti starfs byggir á launastefnu fyrirtækisins sem byggir m.a. á menntun, þekkingu, reynslu, álagi og ábyrgð í starfi.

· Framkvæmdastjóri framkvæmir launagreiningu að hið minnsta árlega þar sem jafnverðmæt störf eru borin saman og kannað hvort það er munur á launum eftir kyni.

· Bregðast við og leiðrétta óútskýrðan launamun með stöðugum umbótum og eftirliti.

· Framkvæma innri úttekt á jafnlaunakerfi og kynna fyrir stjórn fyrirtækisins.

· Fylgja viðeigandi lögum, reglum og kjarasamningum sem eru í gildi á hverjum tíma.

· Kynna stefnuna árlega fyrir starfsmönnum. Hafa jafnlaunastefnuna aðgengilega almenningi.

· Starf sem laust er til umsóknar skal standa opið öllum og allir njóta sömu möguleika til endurmenntunar, starfsþjálfunar og símenntunar innan Hótels Ísafjarðar óháð kyni, kynvitund, þjóðerni eða öðrum ómálefnalegum ástæðum.


Share by: