• Write your caption here
    Button
  • Slide title

    Write your caption here
    Button
  • Slide title

    Write your caption here
    Button
  • Slide title

    Write your caption here
    Button

Skíðagöngunámskeið á Ísafirði

Námskeiðin eru frá fimmtudegi til sunnudags og á þeim tíma tökum við 5-6 tækni og úthaldsæfingar, förum yfir umhirðu skíða og
hvernig er að standa á ráslínunni í Fossavatnsgöngunni svo fátt eitt sé nefnt. Námskeiðin eru getuskipt og taka mið af markmiðum þátttakenda. Einhverjir eru að undirbúa sig fyrir að setja á sig númer og standa á ráslínunni á meðan aðrir ætla að taka því rólega. Ísfirðingar hafa haldið skíðagöngunámskeið í tæp 20 ár og státa af frábærum þjálfurum með reynslu og metnað. Kennt er á skíðagöngusvæðum Ísfirðinga; Seljalandsdal og Tunguskógi. Við teljum Seljalandsdal besta gönguskíðasvæði á landinu þó við séum örlítið hlutræg.


Námskeiðin hefjast á fimmtudagskvöldi og eru búin á hádegi á sunnudegi. Miðað er við að þátttakendur geti tekið seinna flug á fimmtudegi
og fyrra flug á sunnudegi

Við erum einnig í samstarfi við Fossavatnsgönguna með námskeið sem eru bókanlega á www.fossavatn.is


Verð er 98.500 í tvíbýli og 123.500 kr. einbýli

Ath! Staðfestingargjald 20% af heildargjaldi  á mann og er óendurkræft að nema námskeið falli niður. Fullt gjald verður skuldfært viku fyrir námskeið og fæst ekki endurgreitt eftir það nema námskeið falli niður. 


Í vetur verða eftirfarandi námskeið:

1.-4.febrúar            Blandað námskeið - Hótel Ísafjörður 

8.-11.febrúar         Bara ég og stelpurnar - Hótel Ísafjörður 

22. - 25. febrúar     Æfingabúðir Fossavatnsgöngunnar (Bókað í gegnum Fossavatn.is)

29.feb - 3.mars    Blandað námskeið - Hótel Ísafjörður

14.-17.mars            Bara ég og stelpurnar - Hótel Ísafjörður

4. -7.apríl         Bara ég og stelpurnar -Hótel Ísafjörður

11.-14.apríl        Blandað námskeið - Hótel Ísafjörður


Valin er sú námskeiðsdagsetning sem hentar til að fara inn á bókunarvél fyrir það námskeið sem valið er. Dagsetning er þá fundin í dagatali bókunarvélarog valinn er fimmtudagur þess námskeiðs. Eftir það er hægt að halda áfram með að velja herbergistegund og ganga frá bókun.





Share by: